Frímúrarareglan, söfn og saga

Borgartún 3, 105 Reykjavík

Dagsetningar
Frímúrareglan á Íslandi
24, ágúst 2024
Opið frá: 12.00 - 15.00

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Í ár er þess minnst að 100 ár eru liðin frá því bókasafn Frímúrarareglunnar á Íslandi tók til starfa. Í tilefni þessara tímamóta verður húsnæði Frímúrarareglunnar við Bríetartún opið gestum og gangandi milli kl. 11 og 15 á Menningarnótt laugardaginn 24. ágúst. Efnt er til þessa opna húss undir yfirskriftinni Frímúrarareglan söfn og saga. Söfn Reglunnar taka hér höndum saman og sýna ýmsa merka og athygliverða muni, bækur, myndir, skjöl og listaverk sem glatt geta augað og vakið um leið áhuga á merkri sögu reglustarfsins hér á landi. Á sýningunni verður sagan einnig rakin með myndrænum hætti með tímalínu sem sett hefur verið saman fyrir sýninguna. Setur hún starfið í samhengi og er sjónræn leið til að glöggva sig betur á sögu frímúrarastarfs á Íslandi. Frímúrarareglan hefur áður efnt til opins hús í tengslum við Menningarnótt og var það síðast gert árið 2019 í tengslum við að 100 ár voru liðin frá því stúkan Edda varð fullgild St. Jóhannesarstúka innan dönsku Reglunnar.

Svipaðir viðburðir

Sagnavaka á Menningarnótt
Magadansatriði
Jazzveisla á Hafnartorgi Gallery
Vöfflukaffi Grundarstíg 5b
Tónlistarsmiðja fyrir börn á Menningarnótt
Brixton x Siggi Chef "Blokk Partý" á Menningarnótt
Setning Menningarnætur 2024
Götubitinn x Bylgjan á Menningarnótt
Frímúrarareglan, söfn og saga
Salsakommúnan
Sælgætisgerðin
Markaðstorg guðanna á Bergstaðastræti
Silja Rós og Morri
Grassrótin í Hannesarholti
Afrískur Laugardagur
Barrio 27
Uppistand
HEMRA (Spánn)- Klassískur gítar innblásinn á Íslandi.
Menningarnótt með Fríðu Hansen og Split Circle
Söngleikja Pop-Up Viðlags

#borginokkar