UMBRA: Ómur aldanna

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
01, september 2024
Opið frá: 16.00 - 18.00

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

UMBRA býður ykkur velkomin í veislu!

UMBRA fagnar tíu ára starfsafmæli og blæs til tónleikaveislu í Hörpu í samvinnu við Listvinafélagið í Reykjavík.Tónlist fyrri alda verður í algleymingi í einstökum útsetningum bandsins sem allt frá fyrstu tíð hefur lagt áherslu á að skapa sinn eigin hljóðheim óhindrað og af einlægni. Tónleikagestir verða leiddir í gegnum ferðalag þar sem mætast pílagrímar og farandsveinar, drykkju- og maríusöngvar, kóngafólk og heimasætur. Ennfremur verður flutt glæný tónlist sem hljómsveitin vinnur nú að út frá fornum erindum Völuspár.

Á tónleikunum koma fram gestaleikarar og góðvinir sem hafa starfað með Umbru síðastliðin ár og m.a. spilað á plötum hljómsveitarinnar: Úr myrkrinu, Llibre vermell og Bjargrúnum.

Flytjendur;
Arngerður María Árnadóttir
Alexandra Kjeld
Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir
Lilja Dögg Gunnarsdóttir

Sérstakir gestir:
Þórdís Gerður Jónsdóttir
Matthias Hemstock
Kristofer Rodriguez
Eggert Pálsson
Sönghópurinn Cantores Islandiae

Svipaðir viðburðir

Á inniskónum: Elín Hall og Magnús Jóhann
UMBRA: Ómur aldanna
Sumarsól
Leiðsögn listamanna | Murr
Fimmtudagurinn Langi
Fjölskylduhátíð Dans Brynju Péturs
Fjölskyldumorgnar / Krílastund
Skráning á verkum Gísla B. Björnssonar
Listamenn að verki
Ósýnilegt verður sýnilegt
Sumarjazz á Jómfrúnni 2024
Hádegisganga í grasagarðinum
Mánudjass!
Guðrún Pétursdóttir körfugerðarkona
Skákmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur
Leiðsögn sýningarstjóra | Átthagamálverkið
Bangsímon - Alla miðvikudaga á Lottutúni í Elliðaárdal
WEILL! (IS) - Reykjavík Jazz 2024
Stórsveit Reykjavíkur (IS)
move (IS) - Reykjavík Jazz 2024

#borginokkar