Stórsveit Reykjavíkur (IS)

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
27, ágúst 2024
Opið frá: 19.00 - 19.45

Vefsíða https://reykjavikjazz.is/vidburdir/storsveit-reykjavikur-is/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Stórsveit Reykjavíkur (IS)
Harpa, Norðurljós
Þriðjudagurinn 27. ágúst
19:00

Stórsveit Reykjavíkur þarf vart að kynna fyrir tónlistarunnendum á Íslandi. Sveitin hefur starfað í rúmlega 30 ár og skipað mjög stóran sess í íslensku jazzlífi. Hún hefur í gegnum tíðina fengið afbragðs dóma gagnrýnenda fyrir leik sinn. Stórsveitin hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin 2005 sem jazzflytjandi ársins, 2011 fyrir jazzplötu ársins og 2023 sem jazzflytjandi ársins 2022.

Á þriggja áratuga ferli hefur Stórsveit Reykjavíkur haldið vel á þriðja hundrað tónleika og gefið út 10 geisladiska. Fjölmargir gestastjórnendur hafa starfað með sveitinni í gegnum árin, bæði erlendir og innlendir. Sveitin hefur lagt sig eftir fjölbreyttu verkefnavali; frumflutt mikið af nýrri íslenskri tónlist, leikið sögulega mikilvæga stórsveitatónlist, leikið fyrir börn og átt samstarf við fjölmarga aðilia af sviði íslenskrar popptónlistar. Sveitin hefur margsinnis hlotið íslensku tónlistarverðlaunin.

Athugið:
Boðið verður upp á glæsilega fimm daga tónleikadagskrá þar sem jazz og spunatónlist verður í forgrunni og frábært listafólk frá Evrópu og Íslandi kemur fram.

Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Allir tónleikar fara fram í Norðurljósasal á 2. hæð.

Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.

Svipaðir viðburðir

Vængjasláttur - Lokahátíð Listhópa og Götuleikhús
Raddir Regnbogans
PIKKNIKK Tónleikar
Víðáttur Laxness – Tríó Hjartar Jóhannssonar
Mánudjass!
Hádegisganga í grasagarðinum
Bein í baki
Yardsale
KEX Port
Dillon I Garðinum
Sumarjazz á Jómfrúnni 2024
Samlegðaráhrif
Sundballett með Eilífðinni í Vesturbæjarlaug
Guðrún Pétursdóttir körfugerðarkona
Harmóníkuhátíð
Palestínskt dabka - Sýning og kennsla!
Listahópar Hins hússins | ÞÆR leiklestur
Sunnudagsleiðsögn | Átthagamálverkið
Kvöldgöngur │ Hjólað í listina
Kvöldgöngur: Hjólað í listina

#borginokkar