move (IS) - Reykjavík Jazz 2024

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
29, ágúst 2024
Opið frá: 19.00 - 19.45

Vefsíða https://reykjavikjazz.is/vidburdir/move-is/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

move (IS)
Norðurljós, Harpa
Fimmtudaginn 29. ágúst
19:00

Hvað rekur saxófónleikara áfram í því að vilja hittast helst tvisvar í viku með vinum sínum og æfa og æfa og æfa og æfa? Endursemja lögin aðeins og æfa síðan meira?

„Undanfarin sjö ár hefur Move verið að vinna að einhverju sem við vitum ekki alveg hvað er en allir finnum við að okkur langar að vinna að sameiginlegu markmiði. Hvert það markmið er nákvæmlega hefur vafist fyrir kvartettinum. Okkur langar að dvelja áreynslulaust inni í heimi tónsmíðanna og í þeim frjálsa heimi sem skapast með spuna en líka helst að öll lög eigi sér nýjan heim á hverjum degi og að hver sá hinn frjálsi spuni eigi sér nýtt lag á degi hverjum.

Sjö árum eftir stofnun hljómsveitarinnar eða nánar tiltekið 14. febrúar sl. urðu kaflaskil í samleik okkar. Þar náðum við að sleppa tökunum á því sem við kunnum og hefja leit að því sem við kunnum ekki í sameiningu. Til þess hefur þurft hundruði ef ekki næstum þúsund klukkustundir í samveru bæði við leik og störf. Sú samvera hefur verið nauðsynleg til þess að kanna allt sem við viljum kunna, leita að því sem við vissum ekki að við vildum kunna og kanna hvað dregur fram hið ýtrasta í fari hvors annars. Þrýstirpróf á sér stað því ekki er nóg að æfa og spila saman. Stóra kennslustundin hefur verið samhlustun á æfingar og tónleika til þess að finna hvert ferðalagið tekur mann án hljóðfæris.

Óskar Guðjónsson, saxófónn
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, kontrabassi
Eyþór Gunnarsson, píanó
Matthías Hemstock, trommur

Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Allir tónleikar fara fram í Norðurljósasal á 2. hæð.
Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.

Dagskrá Jazzhátíðar í Hörpu:
Fimmtudagur 29. ágúst - kvöldpassi 8.490 kr.
19:00 move (IS)
20:00 Jakob Buchanan trio (DK/USA)
21:00 GØ (FO)
22:00 Frelsissveitin (IS)

Svipaðir viðburðir

Vængjasláttur - Lokahátíð Listhópa og Götuleikhús
Raddir Regnbogans
PIKKNIKK Tónleikar
Víðáttur Laxness – Tríó Hjartar Jóhannssonar
Mánudjass!
Hádegisganga í grasagarðinum
Bein í baki
Yardsale
KEX Port
Dillon I Garðinum
Sumarjazz á Jómfrúnni 2024
Samlegðaráhrif
Sundballett með Eilífðinni í Vesturbæjarlaug
Guðrún Pétursdóttir körfugerðarkona
Harmóníkuhátíð
Palestínskt dabka - Sýning og kennsla!
Listahópar Hins hússins | ÞÆR leiklestur
Sunnudagsleiðsögn | Átthagamálverkið
Kvöldgöngur │ Hjólað í listina
Kvöldgöngur: Hjólað í listina

#borginokkar