Mig dreymdi… Tónleikar Írisar Bjarkar og Ólínu

Laugarnestangi 70, 105 Reykjavík

Dagsetningar
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
25, júlí 2024
Opið frá: 20.30 - 21.30

Vefsíða https://www.facebook.com/share/smEVsrSG2kAPJ267/?mibextid=9l3rBW
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Draumar, langanir, óskir og þrá - allt það sem fær hjartað til að slá.

Á tónleikunum ,,Mig dreymdi…” munu Íris Björk Gunnarsdóttir sópran og Ólína Ákadóttir píanóleikari taka fyrir drauma, óuppfylltar óskir og hina innstu þrá. Á tónleikunum verða áhorfendur leiddir í gegnum draumkenndan tónheim þar sem fjölbreyttar tilfinningar kvikna og ævintýri eiga sér stað. Meirihluti verkanna er frá 20. öld þar sem þær hafa báðar sérstakann áhuga á list þess tíma. Meðal annars verða flutt verk eftir Jórunni Viðar, Lili Boulanger, Edvard Grieg og Claude Debussy.

Sérstaða Írisar Bjarkar og Ólínu sem dúó er áhersla þeirra á að brjóta upp hið hefðbundna ljóðaform, leyfa sköpunarkraftinum að flæða og skapa áhugaverða upplifun fyrir áhorfandann. Verk eru pöruð saman og látin fljóta saman í eitt. Þar með birtast textarnir í nýju samhengi og stuttar sögur myndast úr verkum ólíkra tónskálda. Einnig leggja þær áherslu á að flytja tónlist eftir konur sem hafa ekki fengið verðskuldaða athygli.

Íris Björk og Ólína hafa komið fram víða í Noregi og á Íslandi. Þær hafa hlotið mikið lof fyrir útgeislun sína og samspil á sviði. Vinátta þeirra kemur skýrt í ljós fyrir áhorfandan sem og leikgleði þeirra í tónlistinni.

Tónleikarnir eru klukkustund að lengd án hlés.

Miðaverð 4000 kr.

Athugið að ekki er posi á staðnum. Hægt er að millifæra fyrirfram eða þegar mætt er á staðinn, eða greiða með reiðufé.

Rnr. 0322-26-140892
Kt. 140892-3279

Svipaðir viðburðir

Ljóðainnrásin
Nútímafimleikar fatlaðra
Cumbiapatía (Cumbia heals) by La Poblana taquería y cantina
Allar skrúðgöngu-leiðir liggja að Hörputorgi. Brottför frá Austurvelli, Lækjartorgi og Ingólfstorgi
Lúðrasveitabardagi á Hörputorgi
Heartist - Heimildarmynd um færeysku listakonuna Sigrunu Gunnarsdóttur
Ragga Gísla og Halldór Gunnar láta Hörpu hljóma með gestum menningarnætur
Codapent: Batabréfin
Trúðar á ferð og flugi um opin rými Hörpu
Hver vinur annan örmum vefur - Karlakórinn Fóstbræður
Líttu á, systir - óperuaríur og dúettar í Norðurljósum, Hörpu
Múrbalasláttur - smiðja í Silfurbergi, Hörpu
Tröllafjölskyldan á ferð um Hörputorg, Kolagötu og Reykjastræti
Knút - Færeysk dagskrá í Kaldalóni, Hörpu
RSP - Færeysk dagskrá í Kaldalóni, Hörpu
Skuggaleikhússmiðja með ÞYKJÓ í Hörpu
Dansveisla með DJ Stjána Stuð og Ólafi Snævari í Flóa, Hörpu
Trúðslæti og loftfimleikasmiðjur á Hörputorgi
Fjölskylduball með Stórsveit Reykjavíkur og Sveiflustöðinni í Silfurbergi, Hörpu
Elinborg - Færeysk dagskrá í Kaldalóni, Hörpu

#borginokkar