Skuggaleikhússmiðja með ÞYKJÓ í Hörpu

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
24, ágúst 2024
Opið frá: 13.00 - 17.00

Vefsíða https://www.harpa.is/dagskra?category=menningarn%C3%B3tt
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

„Er þetta hvalur sem svamlar hjá eða marglytta? Eða er þetta kannski hafmeyja?“

Á skuggaleikhússmiðju ÞYKJÓ skapa fjölskyldur skuggabrúður innblásnar af dýrum sem synda í sjónum umhverfis Hörpu. Fjölskyldur koma ímyndunaraflinu á flug og kynnast töfrum skuggaleikhúss.

Smiðjan sem fer fram í Norðurbryggju og Rímu á 1. hæð er ætluð börnum frá 4 ára aldri í fylgd fullorðinna. Allur efniviður verður á staðnum og þátttaka er ókeypis.

ÞYKJÓ er þverfaglegt teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, innsetninga og vöruhönnunar. Hönnunarstarf þeirra miðar að því að örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í samstarfi við mennta- og menningarstofnanir.

Á meðal nýlegra verkefna er Hljóðhimnar í Hörpu, húsgagnalínurnar Kyrrðarrými og Hreiður og þátttökuverkefnið Gullplatan: Sendum tónlist út í geim!
ÞYKJÓ hefur verið tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands í tvígang, árið 2021 og 2022 og hlaut nýverið tilnefningu til alþjóðlegu YAM verðlaunanna.

Svipaðir viðburðir

Heartist - Heimildarmynd um færeysku listakonuna Sigrunu Gunnarsdóttur
Ragga Gísla og Halldór Gunnar láta Hörpu hljóma með gestum menningarnætur
Codapent: Batabréfin
Ljóðainnrásin
Nútímafimleikar fatlaðra
Cumbiapatía (Cumbia heals) by La Poblana taquería y cantina
Allar skrúðgöngu-leiðir liggja að Hörputorgi. Brottför frá Austurvelli, Lækjartorgi og Ingólfstorgi
Lúðrasveitabardagi á Hörputorgi
Kjáni Kjúlli - Trúðasýning fyrir yngstu börnin í Silfurbergi
KUSK & Óviti - Upprásin á Menningarnótt
Hnokkar í opnum rýmum Hörpu
VÆB í Flóa, Hörpu
Varpaljóð á Hörpu í Hörpu í Norðurljósum, Hörpu
Flamingó knapar á Hörputorgi, Reykjastræti og Kolagötu
Dans Afríka Iceland í opnum rýmum Hörpu
Trúðar á ferð og flugi um opin rými Hörpu
Hver vinur annan örmum vefur - Karlakórinn Fóstbræður
Líttu á, systir - óperuaríur og dúettar í Norðurljósum, Hörpu
Múrbalasláttur - smiðja í Silfurbergi, Hörpu
Tröllafjölskyldan á ferð um Hörputorg, Kolagötu og Reykjastræti

#borginokkar