Sigil smiðja | Búðu til þitt eigið töfratákn

Sólheimar 23, 104 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Sólheimum
17, október 2024
Opið frá: 17.30 - 19.30

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/ungmenni/sigil-smidja-budu-til-thitt-eigid-tofratakn
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Lærðu að búa til þitt eigið töfratákn. Listakonan Otilia Martin Gonzales verður með Sigils-smiðju fyrir ungmenni í Borgarbókasafninu Sólheimum.

Sigils eru töfratákn sem tákna ásetning, eitthvað sem þú vilt fá inn í líf þitt. Í þessari smiðju lærirðu hvað sigils tákn eru og hvernig þú getur nýtt þau. Otilia mun leiða þig í gegnum ferlið að búa til sigilstákn og þú munt læra mismunandi aðferðir til að setja ásetninginn þinn myndrænt fram sem töfratákn. Í smiðjunni muntu gera nokkur tákn sem þú getur nýtt þér á mismunandi vegu með mismunandi ásetningi.

Otilia Martin Gonzalez er spænsk listakona og hönnuður, fædd í Þýskalandi en búsett í Reykjavík. Með menntun í sjónrænni miðlun og áhuga á list hóf hún listaferilinn ásamt því að stunda nám í auglýsingafræði í Háskólanum í Seville á Spáni. Í list sinni vinnur Otilia með ólík listform; stafræna miðla, texta, teikningar og innsetningar og eru undirmeðvitundin, draumar og tákn gegnumgangandi þema í listinni. Verk Otiliu hafa verið til sýnis víða, til dæmis á Spáni, Japan, Íslandi, Rúmeníu, Bretlandi, Finnlandi og Ítalíu. Þá vann hún til Vazquez Diaz verðlaunanna á Spáni.

Otilia er meðlimur í SÍM (Samband íslenskra myndlistarmanna).

Smiðjan fer fram á ensku. Þátttaka er ókeypis en skráning er nauðsynleg og hefst 1. október á heimsíðu Borgarbókasafnsins. Allt efni er á staðnum.

Nánari upplýsingar veitir:

Lísbet Perla Gestsdóttir, sérfræðingur

lisbet.perla.gestsdottir@reykjavik.is| s: 411-6160

Svipaðir viðburðir

Keisarakvartett Haydns
Listin talar tungum | Leiðsögn á úkraínsku
Venus: Búbblan
Skvísulæti í Styttugarðinum
Fjölskyldumorgnar / Krílastund
Skráning á verkum Gísla B. Björnssonar
Listamenn að verki
Lífið í jarðveginum
Ósýnilegt verður sýnilegt
Mikilvæg mistök í Vesturbænum
Sumarjazz á Jómfrúnni 2024
Hádegisganga í grasagarðinum
Mánudjass!
Þjóðsögur og plöntur með Björk Bjarnadóttur
Garðaprjón
Garðaprjón
Servíettur – 29 hönnuðir
Guðrún Pétursdóttir körfugerðarkona
Kúmentínsla með Björk Bjarnadóttur
Þjóðsögur og plöntur með Björk Bjarkadóttur

#borginokkar