Keisarakvartett Haydns

Gljúfrasteinn , 271 Mosfellsbær

Dagsetningar
Gljúfrasteinn
18, ágúst 2024
Opið frá: 16.00 - 16.30

Vefsíða https://www.gljufrasteinn.is/is/um_gljufrastein/vidburdir/keisarakvartett_haydnshttps://www.gljufrasteinn.is/is/um_gljufrastein/vidburdir/keisarakvartett_haydns
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Verið velkomin á næstsíðustu stofutónleika sumarsins á Gljúfrasteini, en þeir bera yfirskriftina Keisarakvartett Haydns.

Strengjakvartettinn Spúttnik var stofnaður árið 2018. Meðlimir í Spúttnik eru fiðluleikararnir Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir og Diljá Sigursveinsdóttir, víóluleikarinn Vigdís Másdóttir og sellóleikarinn Gréta Rún Snorradóttir. Spúttnik hefur komið reglulega fram á tónleikum frá stofnun hans og leikið kvartetta og tríó allt frá barokktímabilinu til okkar tíma.

Á næstkomandi tónleikum mun Spúttnik leika einn kafla úr strengjakvartettinum Þrjú minni eftir Gylfa Garðarsson og strengjakvartett op. 76 nr. 3 í C- dúr eftir Joseph Haydn en kvartettinn er talinn einn áhrifamesti strengjakvartett tónskáldsins og þar að auki eitt þekktasta tónverk Haydns. Kvartettinn dregur nafn sitt af 2. kafla verksins en kaflinn var upphaflega saminn til heiðurs Austurríkiskeisara (Franz ll). Laglínan varð síðar að þjóðsöng Þjóðverja.

Miðasala fer fram í anddyri safnsins og aðgangseyrir er 3500 kr. Öll velkomin.

Svipaðir viðburðir

Keisarakvartett Haydns
Listin talar tungum | Leiðsögn á úkraínsku
Venus: Búbblan
Skvísulæti í Styttugarðinum
Fjölskyldumorgnar / Krílastund
Skráning á verkum Gísla B. Björnssonar
Listamenn að verki
Lífið í jarðveginum
Ósýnilegt verður sýnilegt
Mikilvæg mistök í Vesturbænum
Hádegisganga í grasagarðinum
Mánudjass!
Sumarjazz á Jómfrúnni 2024
Þjóðsögur og plöntur með Björk Bjarnadóttur
Garðaprjón
Garðaprjón
Servíettur – 29 hönnuðir
Guðrún Pétursdóttir körfugerðarkona
Kúmentínsla með Björk Bjarnadóttur
Þjóðsögur og plöntur með Björk Bjarkadóttur

#borginokkar