Venus: Búbblan

Lækjartorg , 101 Reykjavík

Dagsetningar
Gróðurhúsið
17, ágúst 2024
Opið frá: 13.00 - 17.00

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Á laugardeginum 17. ágúst verður sýnd innsetning og dansverk í gróðurhúsinu á Lækjartorgi. Inni í gróðurhúsinu verður skapaður nýr heimur, lítil búbbla þar sem allt er fullkomið. Í búbblunni búa þrjár geimverur í feminískri útópíu þar sem allt er umlukið blómum og fallegum litum. Geimverurnar meiga hreyfa sig og vera eins og þeim sýnist, ekkert utanaðkomandi afl hefur áhrif á þær. Við bjóðum ykkur velkominn inn í búbbluna til að sjá borgina í öðrum lit eða horfið inn í búbbluna utan frá og fylgist með lifandi list og hljóðmynd.

Dansararnir og danshöfundarnir eru þær Anna Guðrún og Bjartey Elín og hafa þær undanfarin ár rannsakað hversu fjarlægur og afstæðukenndur kvenlíkaminn er orðinn í hlutgervingu sinni. Í verkinu Venus er gerð tilraun til að byrja upp á nýtt, núllstilla kvenlíkamann og finna nýjar leiðir til að sviðsetja hann. Hingað til hefur verkið verið sýnt á hefðbundnu sviði en þessi uppfærsla færist nú inn í gróðurhús sem skapar Búbbluna.

Tónlistarkonan Anna Róshildur kemur inn í ferlið sem tónskáld og sér um lifandi hljóðmynd sem mun umlykja Lækjartorg.
Frá 12. - 16. ágúst er hægt að fylgjast með listakonunum vinna í einskonar gegnsærri vinnustofu í gróðurhúsinu. Á laugardeginum 17. ágúst lifnar sýningin við og bæði áhorfendur og gangandi vegfarendur geta séð og upplifað Búbbluna.

(Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg og viðburðurinn er hluti af Sumarborg Reykjavíkur)

Svipaðir viðburðir

Keisarakvartett Haydns
Listin talar tungum | Leiðsögn á úkraínsku
Venus: Búbblan
Skvísulæti í Styttugarðinum
Fjölskyldumorgnar / Krílastund
Skráning á verkum Gísla B. Björnssonar
Listamenn að verki
Lífið í jarðveginum
Ósýnilegt verður sýnilegt
Mikilvæg mistök í Vesturbænum
Mánudjass!
Sumarjazz á Jómfrúnni 2024
Hádegisganga í grasagarðinum
Þjóðsögur og plöntur með Björk Bjarnadóttur
Garðaprjón
Garðaprjón
Servíettur – 29 hönnuðir
Guðrún Pétursdóttir körfugerðarkona
Kúmentínsla með Björk Bjarnadóttur
Þjóðsögur og plöntur með Björk Bjarkadóttur

#borginokkar