Vaxið úr grasi – samband plantna og smádýra

Grasagarðurinn

Dagsetningar
Grasagarður Reykjavíkur
16, september 2024
Opið frá: 12.00 - 13.00

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Hádegisganga í Grasagarði Reykjavíkur á degi íslenskrar náttúru, 16. september kl. 12.

Á degi íslenskrar náttúru ætlum við að skoða hið nána samband milli smádýra og gróðurs þar sem hin óvæntustu atriði hafa áhrif, allt frá daglegum rútínum býflugna yfir í tungumál trjáa og tímaskyn skordýra.
Við skoðum hvernig smádýr og plöntur spila saman til að mynda undirstöður vistkerfisins, áhrif þessa sambands á okkur mannfólkið og hvernig við sjálf höfum áhrif á náttúruna.
Genginn verður hringur um Grasagarðinn undir leiðsögn Jóhannesar Bjarka Urbancic Tómassonar líffræðings. Og hver veit nema við hittum nokkur dýr á leiðinni.

Gangan hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 12.
Þátttaka er ókeypis og öll velkomin!

Svipaðir viðburðir

Sjónlýsing – Jónsi: Flóð
Vaxið úr grasi – samband plantna og smádýra
Tónlistarstund á frönsku (kiosque a musique)
Lady Brewery x Hafnarhús | Bjór & Pikkl
Leiðsögn á rússnesku
Leiðsögn á kóresku
Opið fyrir umsóknir í D-sal 2025
Óþekkt alúð
„Við sjáum það sem við viljum sjá“
Opin smiðja | Listin að brjóta origami
Fyrir foreldra, ömmur og afa og áhugasama fullorðna – Komið og lærið um Kurrkvarðann
Heimili Heimsmarkmiðanna: Að klæða sig sjálfbært?
Duo Norden í Hannesarholti
Sjónlýsing – Jónsi: Flóð
Skráning á verkum Gísla B. Björnssonar
Smásmiðjur | Mynd-, tónlistar- eða hljóðvinnsla
Foreldrakaffi
Glæpafár | Alþjóðleg glæpastarfsemi Satu og Joachim.
Tilbúningur | Bókabox
Orðasmiðja | Ástly

#borginokkar