„Við sjáum það sem við viljum sjá“

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður

Dagsetningar
Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar
30, ágúst 2024 - 03, nóvember 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 12.00 - 17.00

Vefsíða https://www.hafnarborg.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Á sýningunni getur að líta úrval verka sem spanna feril listakonunnar Elínar Sigríðar Maríu Ólafsdóttur, frá upphafi til dagsins í dag. Sköpunarkraftur og listhæfileikar Elínar komu snemma fram en ung að aldri var hún byrjuð að skapa listaverk í máli og myndum. Sömuleiðis hefur leiklist og skapandi tjáning á sviði verið stór þáttur í lífi Elínar en hún hefur starfað með leikhópnum Tjarnarleikhúsinu um árabil, gefið út ljóðabækur og komið að öllum þáttum leiksýninga, svo sem leikmyndagerð og búningahönnun.

Efnistök í verkum Elínar eru jafnan ævintýraleg og vinnur hún gjarnan með sjálfið á mismunandi hátt í myndheimi sínum. Listakonan hvetur gesti sýningarinnar til að nota ímyndunarafl sitt á sýningunni og jafnvel búa til stuttar sögur eða ljóð sem tengjast myndverkunum. Þá gefst gestum sýningarinnar færi á að stíga á stokk og fara með ljóð eða æfa upplestur að eigin vild – í samtali við skapandi vinnu Elínar.

Elín Sigríður María Ólafsdóttir (f. 1983), myndlistarkona, leikkona og skáld, hefur stundað nám af ýmsu tagi, einkum þó listnám bæði hér heima og erlendis, og lauk diplómanámi í myndlist fyrir fatlaða frá Myndlistaskóla Reykjavíkur árið 2017. Listaverk Elínar hafa birst víða bæði á einka- og samsýningum, þar á meðal í Listasal Mosfellsbæjar og í Safnasafninu, sem og í bókum og í tímaritum. Elín hefur jafnframt sýnt reglulega í samstarfi við List án landamæra, auk þess sem hún sinnir ráðgjöf um inngildingu sem meðlimur Listvinnzlunnar.

Svipaðir viðburðir

„Við sjáum það sem við viljum sjá“
Óþekkt alúð
HÁDEGISTÓNLEIKAR – Guðný Einarsdóttir, orgel
W.O.M.E.N. á Íslandi | Kynnist okkur!
Listin talar tungum | Leiðsögn á pólsku
Komdu að syngja!
Skráning á verkum Gísla B. Björnssonar
Barmmerkjasmiðja | Hver er þinn uppáhalds glæpon?
Glæpafár á Íslandi | Glæpakviss í Úlfarsárdal
Glæpafár á Íslandi | Glæpakviss í Grófinni
Glæpafár á Íslandi | Glæpakviss í Árbæ
Glæpafár á Íslandi | Glæpakviss í Kringlunni
Glæpafár á Íslandi | Bókmenntaganga - Bræður, systur og glæpir
Glæpafár á Íslandi | Glæpakviss
Laufblaðagaldur (föndur fyrir börn)
Sýning | MossArt
Flóð
Varðskipið Óðinn - leiðsögn um borð
Chat and play in Icelandic
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar