Sýning | Skissur verða að bók – Alexandra Dögg Steinþórsdóttir

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Grófinni
15, október 2024
Opið frá: 10.00 - 18.30

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/born/syning-skissur-verda-ad-bok-alexandra-dogg-steinthorsdottir
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Á þessari sýningu getur þú séð inn í töfrandi heim barnabókanna. Myndhöfundur leyfir okkur að fylgjast með hugmyndavinnu og skissugerð sem að lokum verða að fullsköpuðum myndum í barnabókum.

Alexandra Dögg Steinþórsdóttir fæddist á Akureyri 1991 en býr nú og starfar í Reykjavík. Hún er með diplóma í teikningu frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og hefur myndlýst fyrir fjölda aðila svo sem Bíó Paradís, Þroskahjálp, Reykjavíkurborg og ASÍ. Hennar fyrsta bók Mér líst ekkert á þetta kom út árið 2023 en Alexandra Dögg hefur skapað furðusögur og gert myndir frá barnsaldri. Hún vinnur mest með vatns-og gouache liti.

Á sýningunni verður hægt að sjá allt efnið sem Alexandra Dögg vann að í sköpunarferli bókarinnar, frá fyrstu skissum yfir í lokaafurðina.

Boðið verður uppá skrímslasmiðju fyrir börn í tengslum við sýninguna.

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6100

Svipaðir viðburðir

Bókamerki í öllum regnbogans litum
Lady Brewery x Hafnarhús | Bjór & Pikkl
Óþekkt alúð
„Við sjáum það sem við viljum sjá“
Opin smiðja | Listin að brjóta origami
HÁDEGISTÓNLEIKAR – Guðný Einarsdóttir, orgel
Er hægt að vera sjálfbær neytandi? 1. Fundur Heimilis Heimsmarkmiðanna
Listin talar tungum | Leiðsögn á pólsku
Komdu að syngja!
Skráning á verkum Gísla B. Björnssonar
Glæpafár | Alþjóðleg glæpastarfsemi Satu og Joachim.
Tilbúningur | Bókabox
Laufblaðagaldur (föndur fyrir börn)
Sýning | MossArt
Flóð
Varðskipið Óðinn - leiðsögn um borð
Chat and play in Icelandic
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Plöntuskipti | Blóm og græðlingar

#borginokkar