Þrenningarnótt - þrjár óperur á einum degi

Hverfisgata 19, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Þjóðleikhúskjallarinn
24, ágúst 2024
Opið frá: 12.30 - 22.30

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Sviðslistahópurinn Óður, sem er Listhópur Reykjavíkur 2024, heldur gamanóperumaraþon í Þjóðleikhúskjallaranum. Óður hefur farið sem stormsveipur um óperulandslagið á Íslandi frá því 2021 og hafa gamanóperur þeirra, Ástardrykkurinn, Don Pasquale og Póst-Jón, trekkt að fólk úr öllum áttum, jafnt gallharða óperuunnendur sem og þau sem aldrei hafa séð óperu fyrr.
Í von um að áhorfendur skilji um hvað þau eru að syngja þýða þau óperurnar yfir á íslensku og flytja þær mun nær áhorfendum en mörgum þykir eðlilegt. Á þessum hátíðardegi menningar munu þau deila uppskeru síðustu 3 ára með þjóðinni og sýna allar þrjár sýningar sínar í fullri lengd sama daginn. Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi sem óperuhópur ræðst í maraþonverkefni af þessu tagi, enda hefur hópurinn af mörgum verið kallaður óður.
Kynnir verður Níels Thibaud Girerd. Aðgangur ókeypis.

Svipaðir viðburðir

Skráning á verkum Gísla B. Björnssonar
Listamenn að verki
Ósýnilegt verður sýnilegt
Dragstund á ensku með Starínu
Dragstund á íslensku með Starínu
Vinnustofa í blöðrudýragerð - Breiðholt, ókeypis aðgangur afrit
GLEÐIGANGAN
Í tíma og ótíma – sýningarstjóraspjall
Hádegisganga í grasagarðinum
Mánudjass!
Sumarjazz á Jómfrúnni 2024
,,Eftir sinni mynd" - Þegar Danir gáfu Íslendingum Thorvaldsen 1874
Garðaprjón
Servíettur – 29 hönnuðir
Guðrún Pétursdóttir körfugerðarkona
Pride Family Fiesta á Fuego Taqueria
Orgelsumar í Hallgrímskirkju - Baltic Reviere
Orgelsumar í Hallgrímskirkju - Tuuli Rähni, orgel og Selvadore Rähni, klarinett
Hlaupaklúbbur Hreyfimyndahátíðar
Kvöldganga | Hinsegin sviðslistir í Reykjavík

#borginokkar