Hlaupaklúbbur Hreyfimyndahátíðar

Skólavörðustígur 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
12 Tónar & Mengi
24, júní 2024 - 11, ágúst 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 11.00 - 12.00

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Hreyfimyndahátíð (Physical Cinema Festival) býður tónlistarunnendum og hlaupurum í kvikmyndalegt tónlistarskokk um miðbæ Reykjavíkur.

24. júní kl.17.00 – í samstarfi við 12 Tónar (Upphaf og endir á Skólavörðustíg 15)
11. ágúst kl.11.00 – í samvinnu við Mengi (Upphaf og endir á Óðinsgötu 2)

Fyrir hvert hlaup kynnir lókal tónlistarútgáfu eitt albúm sem hlauparar munu hlusta á (albúmið verður aðgengilegt á netinu). Eftir stutta upphitun og plötukynningu ýtum við á play og höldum af stað!
Þátttakendur mæti með eigin heyrnartól og hlustunartæki með netaðgangi.

Gjaldfrjáls þátttöku – 40 min hlaup / 4-6 km hringur – Hentar öllum sem og fólk á hjólum – Hlaupað er í „Loop Back“ mynstri sem gerir allir kleift að fylgjast með*

Physical Cinema Festival er vettvangur fyrir heimildarmyndir, myndbandalist, örverk og stuttmyndir og er hugsuð sem tilraunasvið, leikvöllur fyrir alls kyns kvikmyndaverk. Hátíðin er haldin á tveggja ára fresti með smærri viðburðum á milli ára. Hlaupaklúbburinn verður upphitun fyrir 2025 hátíðin.

Verkefnið er styrkt af Sumarborginni.

*Við munum hlaupa hringleið þar sem hraðari hlauparar fara til baka á ýmsum stöðum á leiðinni til að sameinast hlaupara aftast í hópnum. Þegar hraðari hlaupararnir snúa til baka „sópa“ þeir upp öðrum hlaupurum, sem ganga til liðs við þá, þar til allir eru komnir aftast í hópnum. Þetta gerir öllum kleift að halda sínum hraða á meðan þeir eru áfram hluti af hópnum, og að lokum hlaupa vegalengd sem samsvara hæfni þeirra – á sama tíma og það gerir það að sameiginlegri upplifun.

Svipaðir viðburðir

Hinsegin listamarkaður Q félagsins
Fornbíladagurinn
DORMA - Hádegistónleikar í Eldborg - Álfheiður Erla & Bjarni Frímann
Guðrún Pétursdóttir körfugerðarkona
Skákmót Taflfélags Reykjavíkur
Sunnudagsleiðsögn | Átthagamálverkið
OPNUNARTÓNLEIKAR / Orgelsumar - Kjartan Jósefsson Ognibene orgel, Kaupmannahöfn
Bangsímon - Alla miðvikudaga á Lottutúni í Elliðaárdal
Sýning | MossArt
Í tíma og ótíma
Óþægileg blæbrigði
Landnámssýningin Aðalstræti - leiðsögn
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
uppreisn
Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Hádegisleiðsögn um Grasagarð Reykjavíkur
Hádegisleiðsögn um Grasagarð Reykjavíkur á ensku

#borginokkar