GLEÐIGANGAN

Hallgrímskirkja

Dagsetningar
Hallgrímskirkja
10, ágúst 2024
Opið frá: 14.00 - 21.00

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga.

Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigð, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín.

Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni.

Gleðigangan 2024 verður gengin laugardaginn 10. ágúst. Gangan fer af stað frá Hallgrímskirkju stundvíslega kl. 14:00.
Gengið er frá Hallgrímskirkju eftir Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuvegi. Gangan endar við gatnamót Fríkirkjuvegar og Skothúsvegar, en atriði halda áfram inn Sóleyjargötu og þaðan inn í Hljómskálagarðinn þar sem útitónleikar taka við.

Skráðu þig eða hópinn þinn til þátttöku: https://hinsegindagar.is/gle.../taktu-thatt-i-gledigongunni/

Svipaðir viðburðir

Fiðlu og píanótónleikar á Gljúfrasteini
Útiskákmót á Ingólfstorgi
Springum út í Vesturbænum
Mikilvæg mistök í Laugardalnum
Í morgun sá ég stúlku - Tríó Ljósa
STÓRMARKAÐUR PRIKSINS / 20.07.24
Sumarjazz á Jómfrúnni 2024
Murr: Leiðsögn listamanna
Hádegisganga í grasagarðinum
PIKKNIKK Tónleikar
Mánudjass!
Götubitahátíð 2024
Samlegðaráhrif
Heyannir
Sundballett með Eilífðinni í Vesturbæjarlaug
LÓAN 2024
Guðrún Pétursdóttir körfugerðarkona
Hugleiðslumaraþon í miðborginni
Heyannir
Kvöldgöngur │ Listaverkin í Laugardalnum

#borginokkar