Í tíma og ótíma – sýningarstjóraspjall

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður

Dagsetningar
Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar
11, ágúst 2024
Opið frá: 14.00 - 15.00

Vefsíða https://www.hafnarborg.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Sunnudaginn 11. ágúst kl. 14 bjóðum við ykkur velkomin á sýningarstjóraspjall um sýningu safnsins, Í tíma og ótíma, þar sem sjónum er beint að margvíslegum birtingarmyndum tímans í verkum ‏listakvennanna Örnu Óttarsdóttur, Leslie Roberts og Amy Brener. Þá mun sýningarstjórinn Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir taka á móti gestum og segja frá verkum og vinnuaðferðum listakvennanna, auk þess að varpa ljósi á samhengi verkanna innan sýningarinnar.

Hugmyndir um tíma fléttast á mismunandi hátt inn í verk listakvennanna þriggja, þar sem segja má að þær safni ummerkjum um samtíma okkar og færi yfir í á‏‏þreifanlegt form með persónulegri túlkun og ólíkum aðferðum. Þá er að finna vissan léttleika og húmor í verkunum – eitthvað í ætt við kæruleysi – sem mætti túlka sem viðleitni til að gangast við fáránleika samtímans. Ef til vill mætti lesa verk þeirra sem tilraun til að stöðva tímann eða jafnvel að stíga út úr samtímanum.

Aðgangur ókeypis – sjáumst í Hafnarborg.

Svipaðir viðburðir

Fiðlu og píanótónleikar á Gljúfrasteini
Springum út í Vesturbænum
Mikilvæg mistök í Laugardalnum
Í morgun sá ég stúlku - Tríó Ljósa
Hádegisganga í grasagarðinum
PIKKNIKK Tónleikar
Sumarjazz á Jómfrúnni 2024
Mánudjass!
Götubitahátíð 2024
Murr: Leiðsögn listamanna
Samlegðaráhrif
Heyannir
LÓAN 2024
Sundballett með Eilífðinni í Vesturbæjarlaug
Guðrún Pétursdóttir körfugerðarkona
Heyannir
Kvöldgöngur │ Listaverkin í Laugardalnum
Orgelsumar í Hallgrímskirkju / Matthías Harðarson, orgel & Harpa Ósk Björnsdóttir, sópran
Hæglætishelgi
Sunnudagsleiðsögn | Átthagamálverkið

#borginokkar