Kyrrðarkvöld | Flot, hóphljóðbað og slökun

Úlfarsbraut 122, 113 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Úlfarsárdal
22, nóvember 2024
Opið frá: 19.00 - 22.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/fraedsla/kyrrdarkvold-flot-hophljodbad-og-slokun-1
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Þráir þú frið og ró? Komdu þá til okkar á Kyrrðarkvöld.

Ljósin verða dempuð á safninu og róleg tónlist fær að óma.

Í samstarfi við Dalslaug verður boðið upp á 30 mínútna flot í innilauginni, djúp slökun og friðsæld í líkama, huga og sál. Í floti upplifa þátttakendur heilandi stund saman í tímaleysi umlukin vatni. Athugið að flotið er ekki leitt af flotþerapista en hugleiðsla með tónlist er spiluð í gegnum hátalara í vatninu.

Á meðan á flotinu stendur verður einnig hægt að fara í leidda slökun í salnum fyrir þau sem það kjósa.

Eftir flotið og slökunina verður boðið upp á hóphljóðbað í salnum með náttúruþerapistanum Jacek Szeloch. Í hóphljóðbaðinu notast Jacek við nepalska hljóðheilunartækni sem gengur út á að spila á söngskálar sem gefa frá sér titring. Hljóðheilunin kemur líkamanum í djúpt og heilandi slökunarástand.

Ekki þarf að skrá sig, bara mæta á staðinn og njóta.

Dagskrá:

kl. 19:00 30 mín flot í Dalslaug, 20 pláss í boði, miðar í afgreiðslu Dalslaugar.
kl. 19:40 30 mín flot í Dalslaug, 20 pláss í boði, miðar í afgreiðslu Dalslaugar.
kl. 20:10 30 mín flot í Dalslaug, 20 pláss í boði, miðar í afgreiðslu Dalslaugar.

kl. 19:00 30 mín slökun í sal.
kl. 20:30 Hóphljóðbað í sal.

Nánari upplýsingar:
ulfarsa@borgarbokasafn.is

Svipaðir viðburðir

Fjölskyldumorgnar / Krílastund
Skráning á verkum Gísla B. Björnssonar
Listamenn að verki
Lífið í jarðveginum
Ósýnilegt verður sýnilegt
Dragstund á íslensku með Starínu
Dragstund á ensku með Starínu
Vinnustofa í blöðrudýragerð - Breiðholt, ókeypis aðgangur afrit
GLEÐIGANGAN
Í tíma og ótíma – sýningarstjóraspjall
Hádegisganga í grasagarðinum
Mánudjass!
Sumarjazz á Jómfrúnni 2024
,,Eftir sinni mynd" - Þegar Danir gáfu Íslendingum Thorvaldsen 1874
Garðaprjón
Servíettur – 29 hönnuðir
Guðrún Pétursdóttir körfugerðarkona
Pride Family Fiesta á Fuego Taqueria
Orgelsumar í Hallgrímskirkju - Baltic Reviere
Orgelsumar í Hallgrímskirkju - Tuuli Rähni, orgel og Selvadore Rähni, klarinett

#borginokkar