Ull

Garðatorg 1, 210 Garðabær

Dagsetningar
Hönnunarsafn Íslands
06, september 2024 - 27, október 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 12.00 - 17.00

Vefsíða https://www.honnunarsafn.is/syningar/ull
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Raunveruleikinn og óraunveruleikinn mætast í verkum Judith Amalíu Jóhannsdóttur og Maju Sisku.

Maja Siska leggur áherslu á sjálfan efniviðinn og handverkið. Hún vill að við skynjum í þaula það sem við nemum með bæði augum og höndum. Sömuleiðis vill hún að finnum hvaðan efniviðurinn kemur og hvernig hann hefur verið unninn. Hér er sjálft vinnuferlið sett á oddinn.

„Í þýsku er til orðið „begreifen“ sem þýðir bæði að snerta og skilja. Ég tengi sterkt við það.“

Judith Amalía er hugfangin af óskastundinni, augnablikinu þegar gáttir opnast úr hversdagsleikanum inn í veröld drauma og ævintýra. Kórónur og töfrastafir eru hefðbundin ævintýratákn. Uppistaða verkanna er annars vegar handspunnin ull sem verður til í óútreiknanlegu flæði og hins vegar blúnduprjón þar sem hver lykkja er hamin samkvæmt fyrirfram ákveðinni forskrift. Með þessu myndast spenna milli tveggja andstæðna, hversdagsleikans og töfranna.

Svipaðir viðburðir

Hafnar.fest 2024: Opið hús
Ull
Vaxið úr grasi – samband plantna og smádýra
Landnámssmiðja fyrir börnin / Þátttaka er ókeypis!
Káffipása - Myndlistarsýngin Sigtryggar Bergs Sigmarssonar
Lady Brewery x Hafnarhús | Bjór & Pikkl
Samverustund til að fagna lífi og list Hreins Friðfinnssonar (1943-2024).
Leiðsögn á pólsku
Opið fyrir umsóknir í D-sal 2025
Hipsumhaps í Hannesarholti
Óþekkt alúð
„Við sjáum það sem við viljum sjá“
Fyrir foreldra, ömmur og afa og áhugasama fullorðna – Komið og lærið um Kurrkvarðann
Heimili Heimsmarkmiðanna: Að klæða sig sjálfbært?
Syngjum Saman með Hörpu Þorvaldsdóttur
Skráning á verkum Gísla B. Björnssonar
Pappírsblómasmiðja | Búum til fallega Garðasól
Smásmiðjur | Mynd-, tónlistar- eða hljóðvinnsla
Orðasmiðja | Ástly
Glæpafár á Íslandi | Skúli Sigurðsson situr fyrir svörum

#borginokkar