Sýning | Enginn getur allt en allir geta eitthvað

Hraunbær 119, 110 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Árbæ
24, september 2024 - 05, janúar 2025 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 14.00 - 18.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/syningar/syning-enginn-getur-allt-en-allir-geta-eitthvad
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Sýning á listaverkum eftir starfsfólk í Ási vinnustofu.
Í Ási er lögð áhersla á að skapa fólki með skerta starfsgetu vinnuaðstöðu sem sniðin er að þörfum hvers og eins með það að leiðarljósi að „enginn geti allt en allir geti eitthvað“.
Listsköpun skipar stóran sess í Ási, til að mynda er unnið með ull og leir, með aðferðum sem miða að því að öll fái tækifæri til að taka þátt. Þessi aðferðarfræði hefur hjálpað mörgum við að þróa áfram sína listsköpun.
Verkin sem sýnd verða á sýningunni er afrakstur þeirra vinnu.
Auk listsköpunar fer fram margskonar annað starf í Ási. Þar eru bæði saumastofa og smíðastofa (Smíkó) og unnið er við ýmiskonar pökkun og fleiri verkefnum fyrir stofnanir og fyrirtæki.
Áhugasöm geta keypt verk á sýningunni í gegnum verslun Áss í Ögurhvarfi 6, sími 414 0500
textill@styrktarfelag.is

Auðlesinn texti:
Á sýningunni eru listaverk eftir starfsfólk í Ási vinnustofu.
Í Ási vinnustofu vinnur fólk með fötlun undir slag-orðinu „enginn getur allt en allir geta eitthvað“.
Í Ási vinnustofu er unnið með til dæmis ull og leir í listsköpun. Öll sem hafa áhuga fá að taka þátt í að búa til listaverk.
Ef fólk vill kaupa listaverk af sýningunni þá er hægt að koma í verslunina í Ögurhvarfi 6, sími 414 0500, textill@styrktarfelag.is

Svipaðir viðburðir

Næsta stopp: Varðveisluhús Borgarsögusafns
Sýningaropnun | Hreinn Friðfinnson: Endrum og sinnum
Núritun Live Coding Space | Leggjum línurnar
Árskorthafar | Er þetta list?
Heimili Heimsmarkmiðanna : Hvernig er jöfnuður?
Hafnar.fest 2024: Opið hús
Ull
Landnámssmiðja fyrir börnin / Þátttaka er ókeypis!
Káffipása - Myndlistarsýngin Sigtryggar Bergs Sigmarssonar
Samverustund til að fagna lífi og list Hreins Friðfinnssonar (1943-2024).
Leiðsögn á pólsku
Lady Brewery x Hafnarhús | Bjór & Pikkl
Hipsumhaps í Hannesarholti
Heimili Heimsmarkmiðanna: Matarsóun
Óþekkt alúð
„Við sjáum það sem við viljum sjá“
Fyrir foreldra, ömmur og afa og áhugasama fullorðna – Komið og lærið um Kurrkvarðann
Syngjum Saman með Hörpu Þorvaldsdóttur
Fróðleikskaffi | Garðahönnun 101
Sýning | Enginn getur allt en allir geta eitthvað

#borginokkar