Syng órónni vögguljóð - harpa, söngur og lúta

Gljúfrasteinn , 271 Mosfellsbær

Dagsetningar
Gljúfrasteinn - Hús skáldsins
07, júlí 2024
Opið frá: 16.00 - 16.30

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Tónlist frá tímum Williams Shakespeares sungin og leikin á hljóðfæri frá þeim tíma. Sunnudaginn 7. júlí kl. 16!

Á þessum tónleikum gefst áheyrendum kostur á því að hverfa aftur í aldir og hlýða á lágstemmda en lifandi tónlist frá tímum Williams Shakespeares sungna og leikna á hljóðfæri frá þeim tíma. Flytjendur eru Sólveig Thoroddsen hörpuleikari og söngkona og Sergio Coto Blanco lútuleikari, en þau hafa bæði sérhæft sig í upprunaflutningi og hafa komið fram saman á fjölmörgum tónlistarhátíðum í Evrópu og Mið-Ameríku frá því árið 2015, m.a. á Sumartónleikum í Skálholti, Sumartónleikum í Sigurjónssafni, Reykjavík Early Music Festival og Festival Internacional de Música Barroca Santa Ana.

Tónleikarnir hefjast kl. 16 í stofunni á Gljúfrasteini. Aðgangseyrir er 3.500 kr. og miðasala fer fram í móttöku safnsins fyrir tónleika. Við bendum gestum á að næg bílastæði eru við Jónstótt.

Dagskrá sumarsins í heild sinni má sjá á gljufrasteinn.is. Stofutónleikaröð Gljúfrasteins 2024 er haldin í samstarfi við Vinafélag Gljúfrasteins.

Svipaðir viðburðir

Samlegðaráhrif
Syng órónni vögguljóð - harpa, söngur og lúta
Hinsegin listamarkaður Q félagsins
Fornbíladagurinn
DORMA - Hádegistónleikar í Eldborg - Álfheiður Erla & Bjarni Frímann
Guðrún Pétursdóttir körfugerðarkona
Skákmót Taflfélags Reykjavíkur
Listahópar Hins hússins | ÞÆR leiklestur
Sunnudagsleiðsögn | Átthagamálverkið
Kvöldgöngur │ Hjólað í listina
Kvöldgöngur: Hjólað í listina
OPNUNARTÓNLEIKAR / Orgelsumar - Kjartan Jósefsson Ognibene orgel, Kaupmannahöfn
Bangsímon - Alla miðvikudaga á Lottutúni í Elliðaárdal
Sýning | MossArt
Í tíma og ótíma
Óþægileg blæbrigði
Flóð
Vængjasláttur - Lokahátíð Listhópa & Götuleikhúss Hins Hússins
Landnámssýningin Aðalstræti - leiðsögn
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar