DORMA - Hádegistónleikar í Eldborg - Álfheiður Erla & Bjarni Frímann

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
06, júlí 2024
Opið frá: 12.00 - 13.00

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Söng- og sjónlistakonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir og píanóleikarinn Bjarni Frímann Bjarnason flytja persónulega efnisskrá á hádegistónleikum í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 6. júlí kl. 12:00.

Á tónleikunum hljóma nokkur af þeirra uppáhaldslögum frá ólíkum heimshornum, þar á meðal nokkrar gersemar íslenskra söng- og þjóðlaga. Á tónleikunum hljóma lög eftir ýmis tónskáld, meðal annars Monteverdi, Purcell, Debussy, Jórunni Viðar, Hildigunni Rúnarsdóttur og Errollyn Wallen.

Gestum er boðið að sitja á sviðinu með flytjendum og njóta óvenjulegs útsýnis yfir hinn víðfeðma Eldborgarsal. Þar af leiðandi er takmarkaður fjöldi miða í boði.

Öll hjartanlega velkomin að njóta draumkennds hljóðheims í nánd við flytjendur í Hörpu.

Tónleikarnir eru um klukkutími að lengd og án hlés.

Svipaðir viðburðir

KEX Port
Dillon I Garðinum
Sumarjazz á Jómfrúnni 2024
Vængjasláttur - Lokahátíð Listhópa og Götuleikhús
Raddir Regnbogans
PIKKNIKK Tónleikar
Víðáttur Laxness – Tríó Hjartar Jóhannssonar
Mánudjass!
Hádegisganga í grasagarðinum
Bein í baki
Yardsale
Samlegðaráhrif
Sundballett með Eilífðinni í Vesturbæjarlaug
Guðrún Pétursdóttir körfugerðarkona
Harmóníkuhátíð
Palestínskt dabka - Sýning og kennsla!
Listahópar Hins hússins | ÞÆR leiklestur
Sunnudagsleiðsögn | Átthagamálverkið
Kvöldgöngur │ Hjólað í listina
Kvöldgöngur: Hjólað í listina

#borginokkar