Neyzlan – Reykjavík á 20. öld

Kistuhylur 4, 110 Reykjavík

Dagsetningar
Árbæjarsafn
27, febrúar 2025 - 31, maí 2025 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 13.00 - 17.00

Vefsíða https://borgarsogusafn.is/arbaejarsafn
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Tuttugasta öldin var tími mikilla breytinga. Þá urðu heimssögulegir atburðir sem höfðu áhrif á samfélög um allan heim og réðu miklu um daglegt líf fólks. Á Íslandi þróaðist samfélagið frá sjálfsþurftarbúskap til tæknivædds markaðsbúskapar á nokkrum áratugum. Tæknileg og efnahagsleg þróun gjörbreytti híbýla- og lifnaðarháttum alls þorra fólks.
Það hefur lengi verið viðfangsefni safna að gera flókinni sögu skil á þann hátt að hún verði áhugaverð fyrir nútímafólk. Eitt af megineinkennum 20. aldar, umfram önnur tímabil, er sífellt aukin framleiðsla og neysla. Sýningin NEYZLAN er tilraun til þess að horfa til baka á sögu okkar út frá sjónarhorni neyslumenningar og öðlast þannig skilning á því hvernig daglegt líf breyttist á liðinni öld og hvaða öfl það eru sem þar hafa verið að verki – og eru enn
Á sýningunni er litið inn á heimilið og þaðan út í heiminn. Þótt fólk fái sumu ráðið um eigið líf er þó víst að ramminn um það markast af pólitískum og efnahagslegum aðstæðum, bæði heima fyrir og úti í heimi.
Með sýningunni er ætlunin að vekja fólk til umhugsunar um eigin neyslu og það hvernig við umgöngumst þær auðlindir sem við nýtum til að fæða okkur og klæða.

Svipaðir viðburðir

Vængjasláttur - Lokahátíð Listhópa og Götuleikhús
Raddir Regnbogans
PIKKNIKK Tónleikar
Víðáttur Laxness – Tríó Hjartar Jóhannssonar
Mánudjass!
Hádegisganga í grasagarðinum
Bein í baki
Yardsale
KEX Port
Dillon I Garðinum
Sumarjazz á Jómfrúnni 2024
Samlegðaráhrif
Sundballett með Eilífðinni í Vesturbæjarlaug
Guðrún Pétursdóttir körfugerðarkona
Harmóníkuhátíð
Palestínskt dabka - Sýning og kennsla!
Listahópar Hins hússins | ÞÆR leiklestur
Sunnudagsleiðsögn | Átthagamálverkið
Kvöldgöngur │ Hjólað í listina
Kvöldgöngur: Hjólað í listina

#borginokkar