Piparkökuarkitektúr – Fjölskyldusmiðja með ÞYKJÓ

Garðatorg 1, 210 Garðabær

Dagsetningar
Hönnunarsafn Íslands
01, desember 2024
Opið frá: 13.00 - 15.00

Vefsíða https://www.honnunarsafn.is/vidburdir/piparkokuarkitektur
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

,,Höfum glugga hér, hurð kannski þarna, viljum við setja stromp á þakið eða kannski útisturtu?”

Við setjum saman lítil líkön að húsum eins og arkitektar gera – nema þessi hús eru úr piparkökudeigi og við getum borðað þau ef við viljum!

Smiðjan er leidd af ÞYKJÓ, þverfaglegu teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, innsetninga og vöruhönnunar. Á meðal nýlegra verkefna er innsetningin Hljóðhimnar í Hörpu, húsgagnalínurnar Kyrrðarrými og Hreiður og þátttökuverkefnið Gullplatan – Sendum tónlist út í geim! ÞYKJÓ hefur verið tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands í tvígang, árið 2021 og 2022 og hlaut tilnefningu til alþjóðlegu YAM verðlaunanna 2023.

Smiðjan er hluti af fjölskyldudagskrá Hönnunarsafns Íslands sem fer fram fyrsta sunnudag hvers mánaðar í fræðslurými safnsins á 2. hæð. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum.

Svipaðir viðburðir

Núritun Live Coding Space | Leggjum línurnar
Árskorthafar | Er þetta list?
Sýningaropnun | Hreinn Friðfinnson: Endrum og sinnum
Hafnar.fest 2024: Opið hús
Ull
Landnámssmiðja fyrir börnin / Þátttaka er ókeypis!
Káffipása - Myndlistarsýngin Sigtryggar Bergs Sigmarssonar
Samverustund til að fagna lífi og list Hreins Friðfinnssonar (1943-2024).
Leiðsögn á pólsku
Lady Brewery x Hafnarhús | Bjór & Pikkl
Opið fyrir umsóknir í D-sal 2025
Hipsumhaps í Hannesarholti
Óþekkt alúð
„Við sjáum það sem við viljum sjá“
Fyrir foreldra, ömmur og afa og áhugasama fullorðna – Komið og lærið um Kurrkvarðann
Heimili Heimsmarkmiðanna: Að klæða sig sjálfbært?
Syngjum Saman með Hörpu Þorvaldsdóttur
Fróðleikskaffi | Garðahönnun 101
Skráning á verkum Gísla B. Björnssonar
Pappírsblómasmiðja | Búum til fallega Garðasól

#borginokkar