Glæpafár á Íslandi | Glæpakviss í Kringlunni

Listabraut 3, 103 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Kringlunni
05, september 2024
Opið frá: 16.30 - 18.30

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/glaepafar-islandi
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Æsispennandi spurningakeppni í boði Hins íslenska glæpafélags. Guttormur Þorsteinsson verður í hlutverki glæpakviss-stjóra.

Í tilefni af 25 ára afmæli Hins íslenska glæpafélags bjóðum við öllum lesendum glæpasagna að taka þátt í svokölluðu glæpakvissi, æsispennandi spurningakeppni sem samin er af hinum alræmda Ævari Erni Jósepssyni, formanni félagsins. Keppnin verður haldin á mörgum almenningsbókasöfnum samtímis, í aðdraganda Bókasafnsdagsins sem alltaf er fagnað í september en alþjóðlegur dagur læsis er 8. september.

Það er því um að gera að nota tímann vel og glugga í gamlar jafnt sem nýjar glæpasögur til að rifja upp hin ýmsu plott og hrollvekjandi atburði sem íslenskir höfundar hafa sett saman í bókum sínum, okkur lesendum til ánægju og yndisauka.

Sá sem ber sigur úr býtum fær að sjálfsögðu verðlaun og við lofum rafmagnaðri stemningu og ljúfum veitingum til að róa taugarnar á meðan á keppni stendur!

Sjá yfirlit yfir alla viðburði Borgarbókasafnsins sem tilheyra viðburðaröðinni Glæpafár á Íslandi.

Verkefnið Glæpafár á Íslandi er styrkt af Bókasafnasjóði.

Svipaðir viðburðir

Fiðlu og píanótónleikar á Gljúfrasteini
Springum út í Vesturbænum
Mikilvæg mistök í Laugardalnum
Í morgun sá ég stúlku - Tríó Ljósa
Götubitahátíð 2024
Murr: Leiðsögn listamanna
Hádegisganga í grasagarðinum
PIKKNIKK Tónleikar
Sumarjazz á Jómfrúnni 2024
Mánudjass!
Heyannir
Samlegðaráhrif
Sundballett með Eilífðinni í Vesturbæjarlaug
LÓAN 2024
Guðrún Pétursdóttir körfugerðarkona
Heyannir
Kvöldgöngur │ Listaverkin í Laugardalnum
Orgelsumar í Hallgrímskirkju / Matthías Harðarson, orgel & Harpa Ósk Björnsdóttir, sópran
Hæglætishelgi
Sunnudagsleiðsögn | Átthagamálverkið

#borginokkar