HIMNASENDING - Myndlistarsýning Ragnheiðar Ragnarsdóttur

Grundarstígur 10, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Hannesarholt
31, ágúst 2024
Opið frá: 11.30 - 16.00

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Ragnheiður Ragnarsdóttir opnar sýningu sína: HIMNASENDING í Hannesarholti föstudaginn 30.ágúst kl.15-17. Sýningin er sölusýning og stendur til 17.september. Opnunartími Hannesarholts er alla daga nema sunnudaga og mánudaga kl.11.30-16.00.
Verk Ragnheiðar voru framan af hugmyndaverk, mest innsetningar í rými, unnin í hversdagsleg, handhæg efni, s.s. dagblöð, myndbönd, ljósmyndir og nærtæka muni. Á síðustu árum hefur hún snúið sér aðallega að málverkinu og stöku ljósmyndaverkum. Verkin eru skyld innsetningum að því leyti að eitt verk kallar á annað og mynda þau ákveðið net, þar sem möskvastærð eða bilið á milli eininga er leið til að halda utanum myndflötinn. Verkin leita inn og út fyrir sig og saman tengjast þau í rýminu sem þau eru hluti af. Eldri verk Ragnheiðar mætti kalla tilraun til að kortleggja hversdagslegar athafnir, á meðan nýrri verkin eru laus undan oki skilgreininga. Hér tekur eitt við af öðru. Leitin að hinu óvænta heldur áfram og tilraunir til að fanga örlítið brot af fegurðinni.

Svipaðir viðburðir

Óþekkt alúð
„Við sjáum það sem við viljum sjá“
HÁDEGISTÓNLEIKAR – Guðný Einarsdóttir, orgel
W.O.M.E.N. á Íslandi | Kynnist okkur!
Listin talar tungum | Leiðsögn á pólsku
Komdu að syngja!
Skráning á verkum Gísla B. Björnssonar
Barmmerkjasmiðja | Hver er þinn uppáhalds glæpon?
Glæpafár á Íslandi | Glæpakviss í Úlfarsárdal
Glæpafár á Íslandi | Glæpakviss í Grófinni
Glæpafár á Íslandi | Glæpakviss í Árbæ
Glæpafár á Íslandi | Glæpakviss í Kringlunni
Glæpafár á Íslandi | Bókmenntaganga - Bræður, systur og glæpir
Glæpafár á Íslandi | Glæpakviss
Laufblaðagaldur (föndur fyrir börn)
Sýning | MossArt
Flóð
Varðskipið Óðinn - leiðsögn um borð
Chat and play in Icelandic
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar