vesturbaejarskoli

Vesturbæjarskóli

Sólvallagata 67, Reykjavík 101, 411 7150

Vefsíða: http://www.vesturbaejarskoli.is/

Í Vesturbæjarskóla er 1.-7. bekkur. 8.-10. bekkur er í Hagaskóla. Skólastjóri er Margrét Einarsdóttir.

Frístundaheimilið Skýjaborgir er við Vesturbæjarskóla, safnfrístundin Frostheimar er fyrir nemendur í 3. - 4. bekk og Félagsmiðstöðin Frosti er fyrir elstu nemendur skólans.

Einkunnarorð Vesturbæjarskóla eru virðing, vellíðan og velgengni. Með það að leiðarljósi leggjum við áhersla á alúð, hlýju og áhuga á velferð nemenda og stuðlum þannig að jákvæðum skólabrag. Starfsfólk leggur sig fram við að skapa jákvætt og uppbyggjandi umhverfi þar sem öllum líður vel. Við leggjum okkur fram við að koma til móts við mismunandi þarfir barna með því að bjóða upp á fjölbreytta kennsluhætti og námsefni í samþættu námi eins og í vali, þema vinnu og útikennslu svo dæmi séu nefnd. Löng hefð er fyrir leiðsagnarnámi þar sem börnin velta reglulega fyrir sér námi sínu með kennurum sínum til að nálgast eigin markmið í náminu og ákveða hvert skuli stefna. Með markvissum hætti ræktum við  færni, leikni, þekkingu og viðhorf sem hjálpa börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í samfélagi.   

#borginokkar