seljaskoli

Seljaskóli

Kleifarsel 28, Reykjavík 109, 411 7500

Vefsíða: http://www.seljaskoli.is/

Seljaskóli er fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Skólastjóri er Magnús Þór Jónsson. Frístundaheimilið Vinasel er við Seljaskóla og félagsmiðstöðin Hólmasel við samnefnda götu. Seljaskóli tók til starfa haustið 1979. Fyrsta veturinn var einungis boðið upp á kennslu fyrir yngsta skólastigið en síðan fjölgaði nemendum og varð skólinn fjölmennastur með 1500 nemendur, þá tvísetinn skóli. Í dag er skólinn einsettur, heildstæður grunnskóli fyrir nemendur frá 1. - 10. bekk og eru hér um 650 nemendur og um 100 starfsfólk. Skólinn stendur við Kleifarsel 28 og fer skólastarf fram í ellefu húsum og þremur færanlegum kennslustofum þar sem smíði er kennd. Íþróttir eru kenndar í íþróttahúsi ÍR við Seljaskóla og sund er í Breiðholtslaug.

#borginokkar