melaskoli

Melaskóli

Hagamelur 1, Reykjavík 107, 411 7100

Vefsíða: http://www.melaskoli.is/

Í Melaskóla er 1.-7. bekkur. 8.-10. bekkur er í Hagaskóla. Skólastjóri er Harpa Reynisdóttir.

Frístundaheimilið Selið er við skólann, safnfrístund fyrir nemendur í 3.-4. bekk er í Frostheimum og félagsmiðstöðin Frosti er fyrir elstu nemendurna.

Kennsla hófst í Melaskóla 5. október 1946. Haustið 1999 var ný skólabygging tekin í notkun og þá varð skólinn jafnframt einsetinn.

Melaskóli tók við af Skildinganesskóla sem var til húsa á ýmsum stöðum í Skerjafirði og á Grímsstaðaholti á árunum 1926 til 1946. Skildinganesskóli var gerður að sjálfstæðum skóla árið 1936 en hafði áður verið útibú frá Mýrarhúsaskóla og síðar Miðbæjarskóla. Fyrsta árið sem kennt var í Melaskóla voru nemendur um 850 og kennarar 26. Flestir urðu nemendur í skólanum 1493. Það var skólaárið 1955 til 1956.

#borginokkar