120142858_3195791613851558_61110904

Ísbúð Vesturbæjar

Hagamelur 67, Reykjavík 107, 5523330

Opnunartími:
mán - sun: 12.00 - 23.30

Vefsíða: www.facebook.com/isbudvesturbaejar/

Ísbúð Vesturbæjar er ein elsta og þekktasta ísbúð á landinu. Fyrsti afgreiðslustaðurinn var opnaður árið 1971 á Hagamelnum í Reykjavík. Í dag eru afgreiðslustaðirnir fjórir, þ.e. á Hagamel, Grensásvegi, í Bæjarlind og í miðbæ Hafnarfjarðar. Ísbúðin á Grensásveginum var opnuð vorið 2008, ísbúðin í Hafnarfirði var opnuð 2010 og ísbúðin í Bæjarlind var opnuð í mars 2013.

Ísbúð Vesturbæjar er með sína eigin uppskrift að ís, hinn svokallaða „gamla“ ís sem er kaldur og ferskur mjólkurís. „Gamli“ ísinn er fáanlegur sem vanilluís, súkkulaðiís og jarðarberjaís. Einnig er hinn hefðbundni/nýji vanilluís fáanlegur hjá Ísbúð Vesturbæjar.

Ísbúð Vesturbæjar á sér mjög trygga viðskiptavini sem koma aftur og aftur allan ársins hring, jafnt sumar sem vetur. Með tilkomu nýrra afgreiðslustaða síðustu árin hefur viðskiptavinahópurinn stækkað mikið og ánægjulegt að sjá hversu vel hinn svali og kaldi „gamli“ ís fellur í kramið hjá fleirum og fleirum ár hvert.
Hjá Ísbúð Vesturbæjar er mikið lagt upp úr hreinlæti, þjónustu, gæðum vörunnar og að viðskiptavinir fái mikið fyrir peninginn þegar kemur að hlutfallinu þyngd og útsöluverð. Ísinn er vel útilátinn, hvort sem um er að ræða ís í brauðformi eða kuldaþolnum ísboxum.
Ísbúð Vesturbæjar – Tímalaust Ævintýri - fyrir alla fjölskylduna.

#borginokkar