holabrekkuskoli

Hólabrekkuskóli

Suðurhólar 10, Reykjavík 111, 411 7550

Vefsíða: http://www.holabrekkuskoli.is/

Í Hólabrekkuskóla er 1.-10. bekkur. Skólastjóri er Lovísa Guðrún Ólafsdóttir. Frístundaheimilið Álfheimar er við Hólabrekkuskóla, safnfrístundaheimili fyrir 3.-4. bekk er í Hraunheimum og félagsmiðstöðin heitir Hundrað&ellefu. Fyrsti áfangi skólans var tekinn í notkun 1974 og 1975 , II. áfangi 1979, III. áfangi að hluta haustið 1984 en að fullu um áramót 1984/1985 og IV. áfangi 2002, 28 árum eftir að skólastarf hófst. Í upphafi var gert ráð fyrir að IV. áfangi yrði íþróttahús en til að hægt yrði að einsetja skólann var ákveðið að byggja almennar kennslustofur og verða því nemendur að sækja íþróttakennslu í íþróttahúsið við Gerðuberg. Heildarflatarmál skólans er 6.697 fermetrar. Útilistaverkið á vegg við anddyri skólans gerði Einar Hákonarson myndlistarmaður en listaverkið í anddyri skólans er unnið af nemendum í 9. og 10.bekk. Myndefnið var sótt í ljóðabálk Steins Steinarrs , „Tímann og vatnið“ og var það gert í tilefni þess að Reykjavíkurborg var ein af menningarborgum Evrópu árið 2000.

#borginokkar