grunnskoli_hagaskoli_2

Hagaskóli

Fornhagi 1, Reykjavík 107, 411 6700

Vefsíða: http://www.hagaskoli.is/

Hagaskóli er safnskóli á unglingastigi. Þar eru nemendur í 8.-10. bekk sem koma flestir út grunnskólum Vesturbæjar; Melaskóla, Grandaskóla og Vesturbæjarskóla. Skólastjóri er Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir. Félagsmiðstöðin Frosti er fyrir nemendur skólans.

Hagaskóli tók til starfa í hluta núverandi húsnæðis 1. október 1958. Skólinn er beint framhald skóla þess er nefndist Gagnfræðaskólinn við Hringbraut, og var í leiguhúsnæði að Hringbraut 121. Sá skóli tók til starfa 1. október 1949. Hagaskóli var byggður í áföngum 1956 - 1963. Byggingaframkvæmdir hófust að nýju veturinn 1988 - 1989. Byggð var ný álma meðfram Dunhaga með 7 kennslustofum.

#borginokkar