Grondalshusid

Gröndalshús

Fischersund 3, Reykjavík 101, 411 6020

Vefsíða: https://www.bokmenntaborgin.is/bokmenntaborgin-verkefni-grondalshus/grondalshus

Gröndalshús í Fischersundi er fyrrum heimili skáldsins, teiknarans og fræðimannsins Benedikts Gröndal. Gröndal bjó í húsinu ásamt Helgu dóttur sinni síðustu tuttugu æviárin og vann þar að sínum þekktustu verkum, svo sem sjálfsævisögunni Dægradvöl og teikningum af íslenskum fuglum og öðrum dýrum sem birtust síðar í bókunum Íslenskir fuglar og Dýraríki Íslands. Gröndalshús var endurgert af Minjavernd og var haldið í upprunalegt útlit hússins eins og kostur var. Það er rekið af Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. Gröndalshús er viðburðahús og ekki opið gestum nema þegar viðburðir fara fram eða eftir samkomulagi. Viðburðir eru auglýstir á viðburðadagatali Bókmenntaborgarinnar

#borginokkar