Grandaskoli_0

Grandaskóli

Keilugrandi 12, Reykjavík 107, 411 7120

Vefsíða: http://www.grandaskoli.is/

Í Grandaskóla er 1.-7. bekkur. 8.-10. bekkur er í Hagaskóla. Skólastjóri er Anna Sigríður Guðnadóttir

Frístundaheimilið Undraland er við skólann, safnfrístundin Frostheimar er fyrir nemendur í 3.-4. bekk og félagsmiðstöðin Frosti er fyrir elstu nemendur skólans.

Grandaskóli við Keilugranda hóf starfsemi sína haustið 1986. Skólinn stendur við sjávarsíðuna í vesturbæ Reykjavíkur. Í upphafi var gert ráð fyrir að skólinn yrði einungis yngri barna skóli fyrir nemendur í 1. – 4. bekk. Fyrsta skólaárið voru nemendur 180 í 1. – 3. bekk. Fljótlega hóf foreldrafélag skólans í samráði við stjórnendur að þrýsta á um að nemendur gætu verið fyrstu 7 árin í Grandaskóla og farið þá beint í unglingaskóla hverfisins Hagaskóla. Þar sem íbúafjöldi í hverfinu fór ört vaxandi tóku borgaryfirvöld þá stefnu. Hófst þá í kjölfarið samfelld byggingarsaga sem stóð allt til haustsins 1997 þegar húsnæði skólans var komið í núverandi mynd. 5 samtengdar álmur með 19 almennum kennslustofum, 6 sérgreinastofum, námsveri, sérkennsluaðstöðu,  skólasafni og fjölnota sal.

Hluti íþróttakennslu nemenda fer fram í Íþróttahúsi KR sem er í nágrenninu. Skólinn er einsetinn. Í skólanum eru nú 7 hópar með 6-12 ára nemendum. Nemendur skólaárið 2022 – 2023 eru 350 en flestir voru nemendur skólans 496 veturinn 1997 – 1998 en þá var skólinn tvísetinn. Við skólann starfa nú 36 kennarar og 16 aðrir starfsmenn.

Grandaskóli er hverfisskóli fyrir íbúa við eftirtaldar götur: 

  • Aflagrandi
  • Álagrandi
  • Bárugrandi
  • Boðagrandi
  • Fjörugrandi
  • Flyðrugrandi
  • Framnesvegur frá 60-68 og 55-65
  • Frostaskjól
  • Granaskjól
  • Grandavegur
  • Hringbraut frá 95 (oddatölur)
  • Kaplaskjólsvegur frá 27
  • Keilugrandi
  • Lágholtsvegur
  • Meistaravellir
  • Nesvegur frá 41-82
  • Rekagrandi
  • Seilugrandi
  • Skeljagrandi
  • Sörlaskjól frá 44
  • Öldugrandi

#borginokkar