16998898_1228538983850194_234007941

Gamla Bíó

Ingólfsstræti 2, Reykjavík 101, 5634000

Opnunartími:
mán - sun: 8.00 - 16.00

Vefsíða: https://www.gamlabio.is/

Gamla bíó er ein af merkustu byggingum í Reykjavík frá tímabili steinsteypuklassíkur og eitt helsta verk Einars Erlendssonar með listrænu tilliti. Framhlið hússins og almenningsrými hafa varðveist í upprunalegri mynd þó svo salarkynnin hafi tekið einhverjum breytingum í gegnum árin.

Petersen seldi húsið hlutafélaginu Gamla bíó hf. árið 1939 en það félag starfrækti kvikmyndahúsið til ársins1981 þegar Íslenska óperan eignaðist það og hóf starfsemi sína þar árið eftir.

Fyrsta óperuuppfæraslan, Sígaunabaróninn eftir Jóhann Strauss, var frumsýnd í Gamla bíó 9. janúar 1982 og allt frá því hélt Óperan úti öflugu tónlistarlífi í húsinu til ársins 2011 þegar hún flutti sig yfir í tónlistarhúsið Hörpu.

Með umfangsmiklum framkvæmdum á árunum 2014-2016 var öll aðstaða í húsinu bætt til muna svo nú getur Gamla bíó skipað sér sess á meðal fremstu viðburðahúsa á Íslandi og Íslendingar allir og gestir þeirra notið þessarar sögufrægu og fallegu byggingar í hjarta miðborgarinnar um ókomna tíð.

#borginokkar