fossvogsskoli_god

Fossvogsskóli

Haðaland 26, Reykjavík 108, 411 7570

Vefsíða: https://reykjavik.is/fossvogsskoli

Í Fossvogsskóla er 1.-7. bekkur. 8.-10. bekkur er í Réttarholtsskóla. Skólastjóri er Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir. Frístundaheimilið Neðstaland er við skólann og félagsmiðstöðin Bústaðir.

Skólinn tók til starfa 9. október 1971 og var áhersla lögð á opna kennsluhætti (Open Plan) þar sem hefðbundið bekkjarkerfi var brotið upp. Áhersla var lögð á að koma til móts við nemandann sem einstakling, auka ábyrgðartilfinningu hans gagnvart náminu, efla frumkvæði og sköpunargáfu með því að gefa nemendum meira val í sambandi við viðfangsefni og vinnuaðferðir. Mikil áhersla var lögð á samþættingu námsgreina, aldursblöndun og samstarf og virkni innan kennarahópsins

#borginokkar