grunnskoli_foldaskoli

Foldaskóli

Logafold 1, Reykjavík 112, 540 7600

Vefsíða: https://reykjavik.is/foldaskoli

Í Foldaskóla er 1.-10. bekkur. Skólastjóri Foldaskóla er Kristrún Guðjónsdóttir. Frístundaheimilið Regnbogaland er við skólann og félagsmiðstöðin Fjörgyn.

Foldaskóli er heildstæður grunnskóli og stendur við Logafold 1 í Reykjavík. Nemendur eru um 500 og eru að jafnaði tvær bekkjardeildir í árgangi 1. – 7. bekkjar en fjórar í 8. – 10. bekk. Í Foldaskóla er leitast við að sníða skólastarfið í samræmi við eðli og þarfir nemenda. Stuðlað er að alhliða þroska og menntun hvers og eins og stutt er við jákvæða hegðun nemenda. Við skólann er starfrækt sérdeild fyrir einhverfa sem ætluð er börnum með einhverfugreiningu. Einkunnarorð skólans eru SIÐPRÝÐI – MENNTUN – SÁLARHEILL. Framtíðarsýn skólans er að allir finni sig vera á heimavelli.

#borginokkar