fellaskoli

Fellaskóli

Norðurfell 17, Reykjavík 111, 411 7530

Vefsíða: https://reykjavik.is/fellaskoli

Í Fellaskóla er 1.–10. bekkur. Skólastjóri er Helgi Gíslason. Frístundaheimili fyrir 3. og 4. bekk er í Hraunheimum og félagsmiðstöðin heitir Hundrað&ellefu.

Fellaskóli er heildstæður grunnskóli og stendur við Norðurfell 17-19 í Reykjavík. Nemendur eru u.þ.b. 350 og eru að jafnaði ein til tvær bekkjardeildir í árgangi.

Í Fellaskóla er unnið að því að breyta skólastarfinu í samræmi við menntastefnu Reykjavíkurborgar. Verkefnið kallast Draumaskólinn Fellaskóla. Markmiðið er að efla íslenskukunnáttu og árangur nemenda ásamt því að efla sjálfsálit og sjálfstæði þeirra þannig að þeir geti látið drauma sína rætast. Stuðlað er að alhliða þroska og menntun hvers og eins og stutt er við jákvæða hegðun nemenda í samræmi við uppeldisstefnuna um jákvæða aga. Við skólann er starfrækt sérdeild fyrir einhverfa sem ætluð er börnum með greiningu á einhverfurófi. Einkunnarorð skólans eru virðing, ábyrgð, vinsemd. Framtíðarsýn skólans er að allir finni sig vera á heimavelli. Í skólanum er litið svo á að menningarlegur fjölbreytileiki auðgi skólastarfið og lögð er áhersla á að virðing sé borin fyrir uppruna og menningu einstaklinga.

#borginokkar