bruarskoli

Brúarskóli

Vesturhlíð 3, Reykjavík 105, 520 6000

Vefsíða: https://reykjavik.is/bruarskoli

Brúarskóli er sérskóli fyrir nemendur í 4.-10. bekk. Markmið skólans er að gera nemendur hæfari til þess að stunda nám í almennum grunnskóla. Skólavist í Brúarskóla er tímabundið úrræði í eina til þrjár annir.

Skólinn er fyrir nemendur:

  • Með alvarlegan geðrænan og tilfinningalegan vanda;
  • Sem eiga í félags- og hegðunarerfiðleikum;
  • Sem eru komnir í vanda vegna fíkniefnaneyslu og/eða afbrota.

Brúarskóli var stofnaður árið 2003 og er skóli fyrir börn sem eiga í alvarlegum geðrænum-, hegðunar eða félagslegum erfiðleikum. Brúarskóli er starfræktur á fimm starfstöðvum í Reykjavík, í Vesturhlíð, yngri og eldri deild í Brúarhúsum við Húsaskóla, á Dalbraut við BUGL og á Stuðlum. Markmið Brúarskóla er vinna á jákvæðan hátt að því að bæta hegðun nemenda, kenna þeim nýja hegðun og hrósa fyrir allt það sem vel er gert. Styðja nemendur í því að finna sínar sterku hliðar og styrkja þær. Skólastarfið á að vera hvetjandi og uppbyggjandi. Tekið er mið af þörfum nemenda og af því hvað er honum fyrir bestu.

#borginokkar