14_HkXkliP

Borgir félagsstarf

Spöngin 43, Reykjavík 112, 517 7055/ 517 7056

Opnunartími:
mán - fös: 8.00 - 16.00

Vefsíða: https://reykjavik.is/borgir

Í Borgum er boðið upp á fjölbreytt félagsstarf alla virka daga frá kl. 08:00 til 16:00. Margvísleg námskeið eru í boði fyrir fólk á öllum aldri, ferðalög innanlands og utan, menningarferðir, skemmtidagskrár, fræðsluerindi, auk stærri viðburða s.s. þorrablót, góugleði, haustfangaður, ljóðadagskrár, leiksýningar, jólahlaðborð, Vestmanneyjadagur, danskvöld o.s.frv. Þá hefur heilsuefling verið stór þáttur í félagsstarfinu í mörg ár með fjölbreyttum hreyfimöguleikum s.s. gönguhópar þrisvar í viku með þremur styrkleikum, sundleikfimi, styrktarleikfimi með sjúkraþjálfara, leikfimishópur í Egilshöll í samstarfi við Fjölni, pútt á Korpúlfsstöðum, keila í Egilshöll, Boccia, pílukast, hugleiðsla og létt yoga, dansleikfimi, línudans, Qigong og fleira. Borgir þar sem gleðin býr.

#borginokkar