Rimaskoli_stor

Rimaskóli

Rósarimi 11, Reykjavík 112, 411 7720

Vefsíða: http://www.rimaskoli.is/

Í Rimaskóla eru nemendur í 1.-10. bekk. Skólastjóri er Þóranna Rósa Ólafsdóttir.
Frístundaheimilið Tígrisbær er við Rimaskóla og félagsmiðstöðin Sigyn.

Rimaskóli er grunnskóli þar sem grundvöllur starfsins er fræðsla og uppeldi sem byggir á Aðalnámskrá grunnskóla 2011 og þeirri stefnu sem mörkuð er af fræðsluyfirvöldum Reykjavíkur. Helsti áhersluþáttur í skólastarfinu er að nemendur, kennarar og annað starfsfólk nái hámarksárangri. Í starfi Rimaskóla er nemandinn í öndvegi. Samskipti eiga að grundvallast á gagnkvæmri virðingu, kurteisi og tillitssemi, sem er forsenda þess að hverjum og einum líði vel. Gagnkvæmt traust og jákvæð og uppbyggileg samskipti móta framar öðru góðan starfsanda. Traust og vingjarnleg samskipti móta framar öðru góðan skólabrag.

#borginokkar