selasskoli_god

Selásskóli

Selásbraut 109, Reykjavík 110, 567 2600

Vefsíða: http://www.selasskoli.is/

Í Selásskóla er 1.-7. bekkur, 8.-10. bekkur er í Árbæjarskóla. Skólastjóri er Rósa Harðardóttir.
Frístundaheimilið Víðisel er í Selásskóla og félagsmiðstöðin Tían.

Skólastarf í Selásskóla hófst haustið 1986. Skólinn er jaðarskóli efst í Árbænum. Börnin eru í Selásskóla til 12 ára aldurs en þá fara þau í Árbæjarskóla sem er safnskóli hverfisins. Skólinn hefur nýtt sér nálægð við helstu náttúruperlur borgarinnar með því að tengja hana við sem flestar námsgreinar.
Skólinn var byggður í sex áföngum og lauk þeim síðasta haustið 2002. Á skólaárinu 2002 -2003 var haldin samkeppni um nöfn á álmum skólans. Frá og með skólaárinu 2003 – 2004 eru álmur skólans kallaðar Norðurgarður, Suðurgarður, Vesturgarður, Austurgarður, Miðgarður og Ásgarður. Þetta sama ár varð skólinn einsetinn.

#borginokkar