rettarholtsskoli_god_0

Réttarholtsskóli

Réttarholtsvegur 21, Reykjavík 108, 553 2720

Vefsíða: http://www.retto.is/

Réttarholtsskóli er safnskóli á unglingastigi. Þar eru nemendur í 8.-10. bekk sem flestir koma úr Breiðagerðisskóla og Fossvogsskóla. Skólastjóri er Margrét Sigfúsdóttir.

Félagsmiðstöðin Bústaðir er fyrir nemendur skólans.

Skólanum var komið á fót árið 1956 og þjónustar nemendur í 8.-10. bekk í Bústaða- og Smáíbúðahverfinu, Fossvogshverfi og Grófunum.

Nafn skólans dregur nafn sitt af áður þekktu kennileiti í Bústaða- og Smáíbúðahverfinu; Réttarholti, en holtið dregur nafn sitt af rétt sem þar var staðsett en er nú horfin.

#borginokkar