sudurhlidarskoli

Suðurhlíðarskóli

Suðurhlíð 36, Reykjavík 105, 568 7870

Vefsíða: https://sudurhlidarskoli.is/

Suðurhlíðarskóli er lítill skóli í hjarta Reykjavíkur, staðsettur við fjöruna í Fossvoginum, skammt frá Nauthólsvík og Öskjuhlíð. Hér er pláss fyrir 60-80 nemendur í 1.-10. bekk.

Í Suðurhlíðarskóla leggjum við áherslu á þátttöku, frumkvæði og ábyrgð nemenda. Í því felst m.a. að nemendur taka þátt í að gera áætlanir um nám sitt og leysa mörg fjölþætt og skapandi verkefni upp á eigin spýtur eða í samstarfi við aðra. Þeir fá mörg tækifæri til að gera eigin kannanir og rannsaka ýmis viðfangsefni sem tengjast áhugasviði eða áformum hvers og eins.

Við leggjum áherslu á að mörg viðfangsefni tengist samfélaginu utan skólans og leysa nemendur á hverju ári verkefni sem felast í þjónustu við aðra, t.d. með framlagi til hjálparstarfs, umhverfisverndar­verkefna, átaksverkefna, taki þátt í starfi með öldruðum eða vinni að nýsköpun. Í Suðurhlíðarskóla vinnum við með heilsueflingu, útinám og umhverfismennt þar sem virðing fyrir lífi og náttúru er sett á oddinn.

Síðast, en ekki síst, er Suðurhlíðarskóli skóli sem setur kristin gildi í öndvegi. Í því felst m.a. að kristnum fræðum og trúarbragðafræðslu er gert hátt undir höfði og í allri umgengni og samskiptum eru nemendur og starfsmenn hvattir til að sýna hver öðrum virðingu, umburðarlyndi og kærleika.

#borginokkar