waldorfskolinn_solstafir

Waldorfskólinn Sólstafir

Sóltún 6, Reykjavík 105, 577 1110

Vefsíða: https://waldorf.is/

Hver dagur í Waldorfskólanum hefst með samsöng allra nemenda og kennara. Bekkjarkennari heilsar nemendum sínum, hverjum og einum við upphaf aðalkennslu. Aðalkennslustund er daglega og þar eru námsfög kennd í törnum sem geta verið frá 2 vikum allt upp í 5. Hjá yngri nemendum eru tarnirnar lengri. Í skólanum fléttast sterk hrynjandi inn í hverja kennslustund, viku og árstíð. Margar hátíðir setja svip sinn á skólaárið og gefa tilefni til undirbúnings og eftirvæntingar. Heimanám yngri nemenda er í lágmarki og ætlast er til þess að flestir nemendur geti lokið verkefnum dagsins innan skólatímans.

Eftir aðalkennslustund eru styttri tímar fram að hádegi þar sem hin ýmsu fög eru tekin fyrir.

Handverk er kennt þrisvar í viku, eftir hádegi og er verklegri kennslu gert hátt undir höfði í starfi skólans. Í skólanámsskránni er handverksnámsskrá skólans kynnt og fjallað um mikilvægi þessarra verklegu ferla.

Skóladeginum lýkur 14:40 og er boðið upp á lengda viðveru fyrir nemendur frá 1-4.bekk.

Tilgangur skólans

Í skólanum er vistvernd og umhyggja fyrir náttúrunni höfð í hávegum og má lýsa tilgangi skólans sem svo:

Að veita nemendum góða menntun.
Að hlúa að heilbrigðum þroska í hverju barni.
Að gera börnunum kleift að nýta hæfileika sína.
Að hjálpa börnunum að þróa þá færni sem þau þurfa til að leggja sitt af mörkum í samfélaginu.
Að gera foreldrum mögulegt að velja skóla og uppeldisstefnu í samhljómi við eigin lífsýn.
Að gera kennurum og starfsfólki kleift að starfa við skóla þar sem gildi þeirra samræmast gildum skólans.

#borginokkar