skolar_016

Háteigsskóli

Bólstaðarhlíð 47, Reykjavík 105, 411 6870

Vefsíða: http://www.hateigsskoli.is/

Í Háteigsskóla er 1.-10. bekkur. Skólastjóri er Arndís Steinþórsdóttir.
Frístundaheimilið Halastjarnan er við skólann og félagsmiðstöðin 105.
Háteigsskóli er grunnskóli án aðgreiningar og er fyrir nemendur í fyrsta til tíunda bekk. Nemendur skólans koma úr skólahverfinu en hann er opinn fyrir alla nemendur í Reykjavík á skólaskyldualdri eins og aðrir grunnskólar í borginni.

Skólinn á rætur að rekja til ársins 1908 þegar kennaramenntun hófst í landinu en þá var strax stofnað til æfingadeildar í tengslum við Kennaraskólann við Laufásveg.

Árið 1968 varð skólinn hverfisskóli í Reykjavík en jafnframt æfinga- og tilraunaskóli við Kennaraskólann. Skólinn hélt þessari sérstöðu sinni til ársins 1998.

Í Háteigsskóla er metnaðarfullt skólastarf sem einkennist af framþróun í þágu náms fyrir alla með virðingu fyrir fjölbreytileika, mismunandi þörfum, hæfileikum og einkennum sérhvers nemanda í fyrirrúmi. Samskiptafærni og líðan allra í skólasamfélaginu eru í öndvegi ásamt því að efla seiglu og trú á eigin getu. Skólastarfið byggir á teymiskennslu þar sem sameiginleg ábyrgð kennara er á sérhverjum nemendahópi.

Í dag er Háteigsskóli, eins og margir aðrir grunnskólar landsins, samstarfsskóli við Menntavísindasvið Háskóla Íslands um menntun kennara.

#borginokkar