hlidaskoli

Hlíðaskóli

Hamrahlíð 2, Reykjavík 105, 411 6650

Vefsíða: http://www.hlidaskoli.is/

Í Hlíðaskóla er 1.-10. bekkur. Skólastjóri er Berglind Stefánsdóttir.
Frístundaheimilið Eldflaugin er við skólann og félagsmiðstöðin Punktur is.

Hlíðaskóli hóf starfsemi sína árið 1955 og var fyrst í húsnæði við Eskihlíð en flutti í núverandi húsnæði árið 1960. Íþróttahús skólans var reist árið 1981 á austurhluta skólalóðar. Árið 2003 var tekin í notkun viðbygging við skólann og telst skólinn nú fullbyggður. Hlíðaskóli er heildstæður grunnskóli sem starfar samkvæmt grunnskólalögum, Aðalnámskrá grunnskóla og þeirrar stefnu sem mörkuð er af fræðsluyfirvöldum Reykjavíkur. Stefna skólans byggist á grunnþáttum menntunar sem fléttast inn í skólanámskrá skólans. Lýðræðisleg vinnubrögð, sköpun og tjáning eru samofin öllu skólastarfinu og mikil áhersla lögð á kennslu verk- og listgreina. Í skólanum er starfrækt táknmálssvið og fá nemendur kennslu í íslensku táknmáli. Í Hlíðaskóla er lögð rík áhersla á góðan skólabrag og vinsamlegt samfélag. Skólinn er sameiginlegur vinnustaður margra ólíkra einstaklinga sem eiga rétt á því að stunda nám og starf í öruggu umhverfi. Einkunnarorð skólans eru ábyrgð, virðing og vinsemd. Þau eru leiðarljós í öllu starfi Hlíðaskóla.

#borginokkar