laugalaekjarskoli_017

Laugalækjarskóli

Leirulækur 2, Reykjavík 105, 588 7500

Vefsíða: http://www.laugalaekjarskoli.is/

Í Laugalækjarskóla er 7.-10. bekkur og þangað koma flestir nemendur úr Laugarnesskóla. Skólastjóri er Jón Páll Haraldsson.
Í skólanum er einnig starfrækt tungumálaver grunnskóla. Þar er veitt ráðgjöf um tungumálakennslu, haldið utan um fjarkennslu og þróaðar nýjar kennsluaðferðir.
Félagsmiðstöðin Laugó er við skólann.

Laugalækjarskóli er hverfisskóli fyrir 12-16 ára nemendur Laugarneshverfis. Flestir nemendur skólans eru fyrrum nemendur Laugarnesskóla sem er fyrir nemendur í 1. til 6. bekk. Laugalækjarskóli er einn af grunnskólum Reykjavíkurborgar, heyrir undir Skóla- og frístundasvið og tekur námskrá skólans mið af skólastefnu borgarinnar og framtíðarsýn. Þar er að m.a. finna ríka áherslu á einstaklingsmiðað nám og samvinnu nemenda, skóla án aðgreiningar, góða líðan nemenda, sjálfstæði skóla og gott samstarf við grenndarsamfélag.

#borginokkar