Laugarnesskoli

Laugarnesskóli

Kirkjuteigur 24, Reykjavík 105, 411 7444

Vefsíða: http://www.laugarnesskoli.is/

Skólinn er fyrir börn í 1-6 bekk.

Frístundaheimilið Laugarsel er fyrir börn í 1-2 bekk og er við Laugarnesskóla. Skólastjóri er Sigríður Heiða Bragadóttir.
Frístundaheimilið Dalheimar er fyrir börn í 3-4 bekk í Laugarnesskóla og Langholtsskóla og er staðsett í Laugardalnum, rétt hjá Langholtsskóla.

Laugarnesskóli stendur við Kirkjuteig 24 í Reykjavík og er einsetinn grunnskóli fyrir börn í 1.-6. bekk. Einkunnarorð skólans eru lífsgleði, nám, samvinna, kærleikur, ósk. Skólahverfi Laugarnesskóla afmarkast af skólahverfi Háteigsskóla í suðri, Austurbæjarskóla í vestri og Langholtsskóla í austri. Skólinn er í útjaðri Laugardalsins og örstutt er í sundlaugarnar, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, Grasagarðinn, Laugardalshöll, Laugardalsvöll, skautasvellið og íþróttasvæði Þróttar/Ármanns. Laugarnes- og Laugalækjarskóli mynda saman grunnskóla Laugarneshverfis, annar starfar á barnastigi og hinn á unglingastigi.

#borginokkar