isaksskoli

Skóli Ísaks Jónssonar

Bólstaðarhlíð 20, Reykjavík 105, 553 2590

Vefsíða: https://www.isaksskoli.is/

Skóli Ísaks Jónssonar er sjálfseignarstofnun sem sinnt hefur markvissri kennslu 5 ára barna og menntun yngstu nemenda grunnskólans í 96 ár frá stofnun hans 1926. Skólinn fer í öllu að grunn- og leikskólalögum og því er Aðalnámskrá grunnskóla og Aðalnámskrá leikskóla það leiðarljós sem fylgt er við gerð skólanámskrár.

Það er meginmarkmið Skóla Ísaks Jónssonar að vera ávallt í fremstu röð grunnskóla í landinu á yngsta aldursstiginu. Nemendur í 4. bekk hafa almennt staðið sig vel á samræmdum prófum og að jafnaði verið yfir landsmeðaltali.
Skólinn leggur metnað í kennslu í íslensku og stærðfræði. Auk þess er lögð rík áhersla á tónlist og myndmennt, leikfimi og útiveru.

Í skólanum eru heilbrigðir lífshættir hafðir að leiðarljósi. Lögð er áhersla á jákvætt lífsviðhorf og að styrkja sjálfsmynd barnanna. Við viljum mæta börnunum þar sem þau eru stödd og markvisst leiða þau áfram í átt til aukinnar færni og þroska.

Faglegur metnaður er í fyrirrúmi í skólastarfinu. Við leggjum áherslu á að kenna nemendum markviss og öguð vinnubrögð og við viljum hafa vinnufrið í skólastofunni.

#borginokkar