vogaskoli_god

Vogaskóli

Við Skeiðarvog -, Reykjavík 104, 411 7373

Vefsíða: https://vogaskoli.is/

Í Vogaskóla er 1.-10. bekkur. Snædís Valsdóttir er skólastjóri.

Frístundaheimilið Vogasel er við skólann og félagsmiðstöðin Buskinn.

Vogaskóli er hverfisskóli í Vogahverfi og tilheyrir hverfi Laugardals- og Háaleitis. Vogaskóli er einn af eldri skólum borgarinnar, tók til starfa í desember 1958. Hann á sér því langa og merka sögu. Skólinn er í grónu hverfi nálægt náttúruperlum eins og Laugardal og Elliðaárdal.

Vogaskóli er einsetinn, heildstæður grunnskóli frá 1. bekk og upp í 10. bekk. Við skólann er formleg sérdeild fyrir einhverfa og eru sjö nemendur í henni. Nemendur við skólann eru rúmlega 300 þetta skólaár og starfsmenn um 50.

Húsnæði skólans skiptist í tvennt, eldri byggingu og nýbyggingu. Í eldri byggingu eru nemendur í 7. - 10. bekk, námsráðgjafi, námsver og félagsmiðstöðin Buskinn með aðsetur. Þar er einnig list- og verkgreinakennsla. Í nýbyggingu eru nemendur í 1.-6. bekk, einhverfudeild, upplýsingaver, tónmenntastofa, heimilisfræði, skrifstofur stjórnenda, aðstaða skrifstofustjóra og hjúkrunarfræðings, mötuneyti, kaffistofa og matsalur. Á skólalóð er hús frístundaheimilisins Vogasels.

#borginokkar